Er leikurinn í hættu?
26.3.2012 | 14:29
Samtíma fræðimenn hafa margir hverjir áhyggjur af leiknum í hinni stofnanavæddu veröld samtímans. Þar sem t.d. fjölmiðlar draga upp mynd af margvíslegum hættum sem bíða barna utan öryggi heimilisins og/eða innan veggja stofnana. Afleiðingin er að frelsi barna til leiks er skert. Dæmi um þetta sá ég t.d í heimsókn í leikskóla í Bandaríkjunum árið 1994 þar sem öll rými voru risastór og glerveggir til að tryggja sjáanleika, útisvæði á stærð við frímerki. Í slíkri veröld er hugtakið traust ekki til og allir eru mögulegir gerendur ofbeldis gagnvart börnum. Veröld sem var, veröldin sem ég lék mér í er varla lengur til. Leiknum er stýrt bæði á svæði og innhaldslega og hann á að hafa uppeldisleg markmið, leikur, leiksins vegna verður hverfandi í slíkum heimi. Að viðurkenna að leikur sé ekki alltaf "fallegur" er óþægilegt og því betra að sleppa því. Hugmyndir okkar um leikinn verða hugmyndir um fallegan og rómatískan leik.
Í leikskólum birtist þessi hræðsla okkar í að við viljum ekki hafa "blind" svæði þangað sem eftirlit okkar nær ekki. Meira að segja hefur sumstaðar verið upp umræða um öryggismyndavélar í leikskólagarða. Hluti af þessu er hræðslan við að vera dregin til ábyrgðar ef eitthvað kemur upp á. Ef barn t.d. slasast þá vill enginn vera sá sem átt að sjá til þess að allt væri samkvæmt ýtrustu stöðlum. En á þessari þörf okkar fyrir öryggi er önnur og verri hlið, hún lítur að því að við erum í leiðnni að draga úr möguleikum barna til að þroskast, einhverstaðar heyrði ég rætt um stuld á þroskaskosti.
Í Bandaríkjunum hafa þessar áhyggjur leitt til þess að mörgum skólum er búið að afnema frímínútur (40%) eða setja þeim slík mörk að ýmsir leikir þar sem líkamleg snerting á sér stað eru bannaðir. (Alla vega eltingarleikir sem dæmi). Hugtakinu Zero tolerance er þá gjannan beitt. Það nær sem sagt ekki bara til vopnaburðar barna.
Myndin sem ég dreg hér er upp er ekki falleg, kannski er hún ekki heldur svona slæm. En henni er ætlað að fá fólk til að hugsa um margræði leiksins.
Leikur | Breytt 31.3.2012 kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfbærni
26.3.2012 | 01:56
Sjálfbær þróun leitast við að mæta þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum. Sjálfbærni verður einungis náð með því að skilja að undirstöðuþættir hennar, þ.e. efnahagur, samfélag og umhverfi, eru samofnir. Ákvörðun sem virðist tengjast einum þætti hefur samtímis áhrif á hina þættina. Ákvörðunin að leitast við að viðhalda náttúruauðlindum tengist félagslegum jöfnuði, menntun fyrir alla, mannréttindum, fæðuöryggi, ofnýtingu náttúruauðlinda og mengun, svo dæmi sé tekið. Vellíðan manna og lífsgæði eru samtvinnuð sjálfbærri nýtingu umhverfis.
UNESCO leggur áherslu á átta lykilaðgerðaskref í átt til sjálfbærni, þau eru:
lýðheilsa,
þróun í dreifbýli,
menningarlegur margbreytileiki,
friður og öryggi,
sjálfbær þéttbýlisþróun,
sjálfbær neysla.
Gagnlegar vefslóðir sem tengjast sjálfbærni:
Alþjóðlegt ár skóga.
http://arskoga2011.is/category/frodleikur/fyrirlestrar/
GETA geta til sjálfbærni menntun til aðgerða.
Landvernd.
http://www.landvernd.is/graenfaninn/
Learning for sustainability
http://learningforsustainability.net/
Menntamálaráðuneytið.
http://www.menntamalaraduneyti.is
Náttúran vefur um umhverfisvitund.
http://www.natturan.is/frettir/sida1/
Sorpa.
UNESCO
Námsvið | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nám - fædd til að læra
25.3.2012 | 19:53
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
TEACCH - skipulögð vinnubrögð
25.3.2012 | 18:55
Sérþarfir barna | Breytt 27.3.2012 kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Börn og tónlist
25.3.2012 | 14:25
Tónlist er hluti af starfi allflestra leíkskóla.
Um Orff skóla og aðferðafræðina sem byggt er á.
Tónlist | Breytt 26.3.2012 kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leikskólablogg
25.3.2012 | 14:19
Í framtíðinni er ætlunin að búa til gagnabanka fyrir leikskóla. Inn í þennan gagnabanka er ætlunin að setja allt mögulegt og ómögulegt sem snýr að leikskólastarfi. Ef til vill dugir þetta blogg ekki til að að koma hugmyndinni í verk en það verður alla vega reynt.
Námsvið | Breytt 26.3.2012 kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)