Færsluflokkur: Leikur

Byggingaleikir

Ráðhús vetrarhátíð 2008

Til er alveg frábær sænsk bók um byggingarleiki í leikskólum (Bygg og konstruktion i förskolan). Bókin er eftir leikskólakennara, hana Miu Mylesand sem starfar á Trollet í Kalmar. Mia kom hingað fyrir nokkrum árum og hélt erindi um efnið á vegum Háskólans á Akureyri. Bókin fjallar að hluta um það þegar gamli leikskóli barnanna Trollet í Kalmar var rifinn og nýr byggður. Hvernig samstarfið börnin áttu við arkitekta og verktaka. En...

Byggingarleikir

... mest fjallar bókin um byggingaleiki og byggingasvæði í Trollet. Mikið er lagt upp úr fjölbreyttum efnivið.  þar er ekki sama hreinstefnan í gangi og finna má í mörgum íslenskum leikskólum. Í bókinni er sagt frá því þegar þau ákváðu að færa bæði bíla og dúkkuhúsadót inn á byggingarsvæðið og í leiðinni útvíkka hugmyndir sínar um hvað er byggingarefni. Síðan er fjallað um hvaða áhrif það hafði á leik barnanna. Í bókinni veltir Mia töluvert fyrir sér kynjuðum leik barna, hvað og hvernig hægt er að hafa áhrif á hann. Ég hef komið í Trollet bæði gamla og nýja, einn daginn sem ég var þar skruppu leikskólakennararnir frá, voru í efnisöflunarferð, fannst vanta meiri fjölbreytileika í efniviðinn sem börnin á yngstu deildunum hafa. Þar er nefnilega ekki hræðsla við að efnið geti verið of mikið.

Jafnréttismál

Rætur jafnréttisumræðunnar rekur Mia til 1993 þegar eitt foreldrið fór að velta fyrir sér og spyrja um hvort að starfsfólk ynni öðruvísi með stelpum en strákum. Foreldrið vildi fá að vita hvort að stelpur og strákar léku sérstaklega með einhvern efnivið og hvort þemum væri skipulögð þannig að meira tillit væri tekið til annars kynsins. Er t.d. frekar unnið með þemu sem höfða til stráka en stelpna? Verða kóngulær frekar fyrir valinu en vatnaliljur?

ráðhus 2008Þessar vagnaveltur leiddu til þess að þau ákváðu að skoða málið og komust að því að strákarnir voru ráðandi við ákveðnar aðstæður. Þau veltu fyrir sér hvernig hægt væri að mæta þessu og ákváðu að börnin skiptust eftir kyni við matarborðin og ákveðna daga væru börnin í kynjaskiptum hópum.

Hugmyndafræðin var að leyfa stelpunum og strákum að takast á við verkefni á eigin forsendum, en ekki forsendum hins kynsins. En þrátt fyrir að stelpunum var t.d. skapaður tími og vettvangur til að byggja, höfðu þær engan sérstakan áhuga. Með tímanum náðu þær þó einhverri færni en byggðu samt aðallega einar til að byrja með. Mia segir að þetta hafi leitt til þess að leikskólakennararnir "normalíseruðu" allar stelpur og ákváðu þeim tiltekna eiginleika út frá kyni, og sama hafi átt við um strákana. En þetta sá hún ekki fyrr en hún leit í baksýnisspegilinn, en segir jafnframt að það jákvæða við þessa tilraun hafi verið að hún/þau fóru að gera sér grein fyrir áhrifum þess hlutverks sem starfsfólkið valdi sér á barnahópinn.

Uppeldisfræðileg skráning opnaði augu

2008 ráðhús

Mia segir að það hafi verið með uppeldisfræðilegri skráningu sem hún hafi uppgötvað eigin fordóma og staðalmyndir, og skráningin hafi hjálpað þeim að taka næstu skref. Sjálf hafi hún t.d. trúað því að strákar byggðu mannvirki s.s. vegi og hús á meðan stelpurnar vildu byggja í kring um dýrin og dúkkudótið (staði þar sem félagsleg samskipti  - tengsl ættu sér stað). "Þegar ég sá að stelpurnar vildu gjarnan byggja með falllegum litríkum kubbum og hafa ríkt efnisval opnuðust augu mín". Uppeldisfræðilega skráningin breytti sýn hennar og hún segist skynja að öll börn byggja ólíkt eins og þau skynja veröldina í kring um sig á mismunandi hátt. Mia segir að það sem þau hafi sem sé uppgötvað að því ríkari sem efniviðurinn er því meiri möguleika bíður hann upp á, í leik og sköpun. Möguleika til að endurskapa veröldina og þá reynslu sem börnin búa yfir. Þannig hafi bæði leikurinn og meðferð barnanna á efniviðnum þróast.

 Upp úr hjólförum kynhlutverka

100 249914 árum eftir samræðu Miu við foreldrana og tilraunir í leikskólanum segist Mia ekki sjá mun á því hvernig kynin leika á byggingarsvæðinu. Ef börn frá unga aldri eru með leikskólakennara sem leggja áherslu á byggingarleiki, að bæði stúlkur og drengir byggi, þá verða bæði kynin byggingameistarar segir Mia. Að kynjaskipta börnunum var fyrir þau fyrsta skrefið upp úr hjólförunum, í gegn um uppeldisfræðilega skráningu fundu þau út að ákveðinn efniviður hugnaðist stelpum betur. Þau gerðu sér grein fyrir að ef byggingarsvæðið átti að verða fundarstaður beggja kynja og allra barna, yrði efnið þar að höfða til allra barna.

100 2500Hugmyndin er ekki að börn eigi að byggja vegna þess að það er hollt og gott, heldur vegna þess að byggingarsvæðið er svæði þar sem nám á sér stað, þar sem börn fá tækifæri og næði til að þróa færni og hugmyndir. Þess vegna krefst byggingarsvæðið líka mismunandi efniviðar. En á Trollet trúir fólk því líka að byggingarleikir og hlutverka- og þykjustuleikir eigi heima hlið við hlið, að á milli þeirra sé brú sem börnin eru sífellt að krossa. Vegna þessa sjónarmiðs á margt núna heima á byggingarsvæðinu sem áður átti heima á tilteknum stöðum eða hornum í leikskólanum .

Hvað styður byggingaleiki?

Fólkið á Trollet hefur verið upptekið af því að pæla í hvað styður við byggingaleikinn, hvernig efnivið þarf til að byggja rosa hátt, hvaða efnivið þarf til að skapa undirstöður og jafnvægi, hvaða efniviður lokkar stúlkur og drengi að byggingarsvæðinu. Þau hafa verið upptekin við að skoða hvernig börn smita hvert annað af byggingaráhuga, hvernig hægt sé að styðja við þá hugmynd á meðal barnanna að það sé jafn mikilvægt fyrir stráka og stelpur að byggja "fallegar" byggingar.

Bókin er annars hafsjór hugmynda og pælinga um byggingarleiki og hvet ég flesta leikskólakennara til að verða sér út um hana.

100 6319

Könnunarleikur yngstu barnanna

sturla könnunarleik
 

Í mörgum leikskólum þar sem yngstu samborgararnir (1-2ja ára) dvelja er könnunarleikurinn vinsæl aðferð yngstu barnanna til að rannsaka umhverfi sitt. Könnunarleikurinn er ákveðin aðferð við leik sem byggist á rannsóknarþörf barna. Undirstaða rannsókna þeirra er auðvitað fyrst og fremst þeirra eigin forvitni og skynjun, en umhverfið er líka skipulagt á tiltekinn hátt. Þannig að það styðji við og ýti undir könnunarþörf barnanna. Börn nota flest skynfæri sín í könnunarleik, þau skoða, snerta, hlusta, sleikja. Þau pæla í jafnvægi, rými, afstöðu og fleira og fleira.  Einn kostur könnunarleiks er að hann er hægt að ástunda heima og heiman.

Undirbúningur könnunarleiks

Til að undirbúa leikinn er safnar starfsfólk saman ýmiskonar skapandi endurnýtanlegum efnivið, s.s. rörum, hólkum, keðjum af ýmsum lengdum og grófleika, krukkulokum, niðursuðudósum, steinum, skeljum og ýmsu fleiru sem vekur áhuga barna. Þegar leikið er með efniviðinn er honum komið fyrir á tilteknum stöðum í hrúgur (1- 3 tegundir af enfivið saman) og hvert barn velur sér í fyrstu eina hrúgu/tegund til að kanna.  

Hlutverk starfsfólks

Hlutverk starfsfólksins er aðallega að nýta tímann til að gera skráningar á nálgun og rannsóknum barnanna. Læra af börnunum. Í könnunarleik gefst oft dýrmætt tækifæri til að setja sig í stellingar rannsakandans en ekki þess sem leiðir. Næmir og athugulir leikskólakennurum fá í gegn um skráningar innsýn í hugarheim barna og einstakt tækifæri til að kynnast þeim. Því hvert og eitt barn nálgast og leikur með efniviðinn á sinn hátt. Hér að neðan fylgja með myndir sem ég tók í heimsókn í leikskóla í London af könnunarleiksefnivið.  

könnnunarleikur2  könnunarleikur 1

Tiltekt

Mikilvægur þáttur aðferðarinnar er tiltektin að leik loknum. Í gegn um tiltekt læra börn að para saman og flokka. En hvorutveggja er undirstaða stærðfræðináms barna. Reyndar má segja að könnunarleikurinn sem slíkur sé afar mikilvæg undirstaða margra námsþátta.  

Hugmyndafræði

Hugmyndafræði könnunarleiksins er m.a. rakin til leiks barna að ýmsu sem til er á heimilum og við munum mörg, eins og töluboxum, pottum og pottlokum. Hann byggir á gamalli hefð og þekkingu sem hefur verið sett í nútímabúning. En samtímis þróaður sem leið fyrir leikskólakennarann að kynnast því hvernig barnið rannsakar umhverfi sitt og hvernig það nálgast önnur börn í gegn um könnunarleikinn. Víðast er könnunarleikurinn lagður þannig inn að starfsfólkið segir ekkert á meðan á leik stendur. Sjálfri finnst mér það það ekki spennandi. Ekki alltaf. Kannski var upprunalega hugmyndin að hjálpa starfsfólki út úr því hlutverki að taka alltaf fram fyrir hendur barnanna (og það er raunverulegt vandamál víða í leikskólum), ég veit það ekki. Hins vegar held ég að hægt sé að þróa könnunarleik eins og aðra leiki og aðferðir. Mesta hætta hverrar aðferðar er að telja hana vera hina endalegu lausn. Í því eru endalokin falin.  

Fyrir um áratug þegar ég kenndi áfanga um yngstu börnin við Háskólann á Akureyri byggðum við hann meðal annars á bók eftir höfunda aðferðarinnar. (Þær skrifa líka um lykilpersónur, aðferð sem víða er notuð í starfi með yngstu börnunum). Höfundar eru þær Elinor Goldschmied & Sonia Jackson, og bókin heitir, People under Three, Young Children in Day Care (2nd editon), Routledge, London & New York, 2004. Ég skrifaði líka grein í fréttabréf leikskólakennara 1999 (minnir mig) um leikskóla sem ég heimsótti á Spáni sem beitti aðferðinni og sem notaði fjársjóðskörfur til að mynda tengsl á milli barna og starfsfólks. Einhverjir leikskólar hafa líka fengið stryki úr þróunarsjóðum til að vinna með könnunarleikinn. Hildur Skarphéðinsdóttir, þá leikskólaráðgjafi vann ötullega að innleiðingu hans.

Sturlubarnið og könnunarleikur

Ástæða þess að ég bloggaði upphaflega um könnunarleikinn er að ég hafði sjálf verið að nota aðferðina heima með Sturlu, barnabarninu mínu sem þá var á fyrsta ári. Hólkar í ýmsum stærðum sem hann lék með, (og pappaspjöldin sem hann hefur með) er dæmigerður efniviður í könnunarleik. Annar dæmigerður efniviður sem hann var mjög upptekinn við og gat dundað sér löngum stundum voru öll krukkulokin sem ég geymdi, stór og smá. Hann fleygði þeim, setti inn í hvert annað, tók þau til og raðaði, sleikti og nagaði. Þegar hann kom í heimsókn leitaði hann af þeim og varð afar glaður þegar hann fann þau. Hann gat dundað lengi með lokin og unað glaður við sitt. Við lok leiksins lögðum við ríka áherslu á að hann hjálpði okkur að taka til. Setja lokin ofan í plastboxið sem ég geymdi þau í. Tiltektin varð þannig hluti af leiknum, eitthvað til að hlakka til. Það er hægt að leggja inn hugtök, kringlótt, stór, lítill, hrufótt, slétt, lit lokanna og svo má lengi telja. (Myndin efst á síðunni er af Sturlu í leik með hólka)

Erlendar slóðir um könnunarleikinn og fjársjóðskörfuna

Comunity plaything

Early years

Íslenskar leikskólaslóðir um könnunarleikinn

Skagafjörður

Seltjarnarnes

Tjarnarsel


Tengsl leikskólastarfs og lista

PA210445Ítalski listamaðurinn Bruno Munari (1907 -1998) taldist til annarar kynslóðar framtíðarlistamanna á meðal samtíðarmanna, aðrir sáu í honum sterk tengsl við hugmyndafræði súrrealista. Hann var gjarnan kallaður Enfante terrible sinnar kynslóðar. Sá óþægi sem ekki fellur að rammanum, sá sem með list sinni að skilgreinir sig að hluta utan rammans. Hjá honum voru mörk listgreina að ýmsu leyti ósýnilegri en hjá flestum samtímamönnum. Fjöldi tilrauna hans í listum fanga athygli nútímafólks og sum samsömum við eigin reynslu og sýn á veruleikann. Munari beitti nýrri Hendur og ljósþekkingu og tækni óspart í verkum sínum. Rannsóknareðli listarinnar var honum hugleikið. Hann leitaðist við að skapa listaverk sem voru í gagnvirku sambandi við umhverfið, verkið hefðu áhrif á umhverfið en umhverfið samtímis áhrif á verkið. Óróar heilluðu Munari eins og Calder en hann hafnaði alfarið að hans óróar væru í ætt við óróa Calders. Undirliggjandi lögmál og efnistök væru gjörólík.

skuggar.JPG

Rannsóknir Munari snéru m.a. að möguleikum ljósins og að ljósfræði. Samspil ljós, lita og hreyfingar er algengt viðfangsefni í verkum hans. Pensill hans, ljósið, tæknin og samspilið þar á milli. Það er skrýtið að upplifa sum verka hans frá því um í kringum 1950 og sjá þar pælingar ýmissa nútímalistamanna. Verk t.d. Egils Sæbjörnssonar eiga að margt sammerkt með hugmyndaheimi Munari, sjálf minnist ég sýningar hans í Gallerý I8 fyrir nokkrum árum. Á heimasíðu sem tileinkuð er list Munari er Ólafur Elíasson talinn sá nútímalistamaður sem stendur honum næst í pælingum um eðli lita og ljóss. Rannsóknir Munari á pólariseruðiu ljósi minna frekar á tilraunir í eðlisfræðitíma en myndlist. En slíkt verk sýndi hann einmitt á Feneyjartvíæringnum 1966. Glerhjúpur Hörpu minnir á ljósatilraunir Munaris á Feneyjartvíræringnum 1966. Leikur ljóss og lita byggist á sömu lögmálum.  

Munari voru börn og list fyrir börn hugleikinn. Hann hannaði m.a. bókverk sem höfðuðu sterklega til barna. En líka ýmsa nytjamuni. Þess má geta að hann fékk verðlaun LEGO 1986 fyrir framlag sitt til að styrkja hugmyndina um skapandi þætti bernskunnar. Veturinn 1975-76 sótti ég unglinganámskeið í myndlist í MHÍ, þar kenndi á þeim tíma Jón Reykdal. Meðal verka sem hann kviksjábauð okkur að gera var hvert okkar fékk ramma úr slidesmyndavél. Við áttum síðan að safna úr umhverfinu efni/hlutum sem við vildum stækka upp á vegg og mála. Í dag sjáum við slík verk sem byggja á skammtafræði. Ef farið er á Vísindavef HÍ er t.d. reiknað með að ummál strandlengju Íslands sé um 1500 kílómetrar. En samtímis er gerð grein fyrir að það sé aldeilis ónákvæmt og byggi á því að mæla á tiltekinn hátt. Ef t.d. farið væri með málbandið inn í hverja vík um hvern stein og klett má reikna með að talan væri töluvert mikið hærri. Svona eins og þegar jólasería er tekin saman sikk sakk áður en henni er pakkað. Ummál hennar virkar töluvert minna þannig en þegar búið er að taka hana í sundur. Á sömu hugmyndafræði voru verkefni Jóns með okkur krökkunum byggð. Að við skynjuðum stórleika og hins smáa. Sandverk barna á öðru ári í leikskólanum Aðalþingi hér að neðan byggir á sömu hugsun, að hið smáa geti verið ógnarstórt.

Aaling_luing_052.JPG

Í leikskólanum Aðalþingi er greinileg hugmyndafræðileg tenging við list og hugmyndir Munari. Í ljósaveri leikskólans er m.a. leikið með möguleika ljóssins og litanna á margvíslegan hátt. Að skapa með ljósi, að breyta rými með ljósi er hluti af því sem þar er gert. Stundum í umhverfi sem hvetur til rannsókna á tengslum ljós og hluta. Hér að neðan gefur að líta dæmi annarsvegar um skuggaleikhús og svo leik barna með eigin skuggamynd.

skuggabra.JPG

  

Börn rannsaka ljós á mismunandi veru, stundum verður til sjálfsprottinn leikur í tengslum við teiknarann snjalla, sólargeislann. Ef börn umgangast ljós og skugga af opnum hug, eru þau líklegri til að taka eftir tækifærum náttúrunnar í daglegum önnum. Börnin á myndinni eru að athuga hvernig þau geta túlkað tilfinningar með skugga. 

Að lokum Munari bar mikla virðingu fyrir börnum sem endurspeglaðist í list hans. Hann trúði því að hver manneskja bæri í sér hæfileika til að útbúa rými og hluti sem kölluðust á við fagurfræðina, ef hún hefði aðgang að tækni og leiðbeiningu. Dæmin hér að ofan eru vonandi vísbending um að það sé réttmæt ályktun. (KD 13. maí 2011)

Greinin hér að ofan birtist fyrst á gamla blogginu mínu www.roggur.blog.is og heimasíðu þess leikskóla sem ég þekki best þessa daga, leikskólann Aðalþing í Kópavogi.


Hversvegna þessi eilífa áhersla á leikinn?

kd að leika sér

Að prófa sig áfram og gera tilraunir í gegn um leik er á undanhaldi í mörgum bandarískum leikskólum. Ástæðan er þrýstingur í átt til læsis, að börn eigi að vera læs þegar þau fara úr leikskólanum. Þrýstingurinn leiðir til þess að fjöldi kennara eyða meiri og meiri tíma í að kenna börnum lestur og  og sinna því sem gæti útlagst lestrartengt starf. Börn taka þessu misvel og sum upplifa aðallega þrýsting og mistök, þau öðlast með öðrum orðum ekki trú á eigin getu heldur þvert á móti, fyllast vanmetakennd. Bent er á að þetta komi sér einstaklega illa fyrir börn í áhættuhópum og það sé ekkert sem segi að börn sem verða læs 5 ára verði betri í lestri í framtíðinni en þau sem verða læs 6 eða 7 ára.  Samtökin Alliances for childhood benda á nokkru atriði sem þau telja að leikskólafólk og aðrir verði að hugleiða.

·         Endurskoða þá sýn að börn verði að verða læs í leikskóla – Að sjálfsögðu telja þau mikilvægt að vinna með málið, hið talaða orð, að börn kynnist heima bóka og lesturs en lestrarkennsla eins og hefur verið að færast í vöxt henni verði sleppt. Börn þurfa möguleika til að leika skapandi, þau þurfa ríkulegt umhverfi sem hvetur þau til að rannsaka, sem ýtir við þeim og er þáttur í þroska þeirra og lestrarskilningi. (Verður hluti af tilvísunarramma þeirra).

·         Til að geta útbúið leikumhverfi sem er ríkulegt og hvetur til þroska barna þarf góða kennaramenntun, kennarar verða búa yfir skilningi á þroska barna, þeir verða að kunna að fylgja barninu eftir og búa yfir mikilli hagnýtri þekkingu á leiknum, eðli hans og möguleikum. (Og svo vitnað sé til Öksnes hinnar norsku þá verðum við líka að geta leyft leiknum að vera til leiksins vegna ekki bara vegna þess að við sjáum í honum hin og þessi markmið). Það þarf að mati Bandaríkjamanna að styrkja leikinn í leikskólakennaramenntuninni.

·         Stefna um hvernig leikskólar eigi að vera. Samtökin er á því að það sé ekki til ein sönn mynd af hvernig leikskóli henti öllum (hafna væntalega með því DAP). Námskrá leikskóla á að enduróma leik og meiri leik, en minna af verkefnum og skipulögðum stundum. (Listinn er að útbúa og leiða leikinn á þær brautir að í gegn um hann sé tekið á öllu sem fólk annars  sér fyrir sér í þessum svonefndu markvissu skipulögðu stundum. Í raun er meiri krafa á fagmennsku leikskólakennara í leikmiðuðum leikskólum en nokkur staðar annarstaðar). SKIMANIR og próf á bara að gera þegar grunur er um að allt sé ekki eins og best verður á kosið. Gera á ráð fyrir að mikil tími gefist fyrir leik úti og inni, fyrir leik með kubba, þykjustuleik, hreyfileiki og svo framvegis.

Nú er hægt að velta fyrir sér á hvaða leið við erum hérlendis. Erum  við á leið prófanna og því sem stundum er nefnt bein kennsla? Með „markvissum“ stundum um hitt og þetta eða erum við á leið leiksins? Samkvæmt leikskólahluta Aðalnámskrár leikskóla er hin opinbera stefna leikmiðuð. En er önnur stefnumörkun hins opinbera í sömu átt?

Fyrir þá sem vilja lesa um rannsóknir sem styðja ofangreint þá er bent á slóðina. The Alliance for Childhood

og á heimasíðu: http://www.allianceforchildhood.org/home

Leikur


Er leikurinn í hættu?

Samtíma fræðimenn hafa margir hverjir áhyggjur af leiknum í hinni stofnanavæddu veröld samtímans. Þar sem t.d. fjölmiðlar draga upp mynd af margvíslegum hættum sem bíða barna utan öryggi heimilisins og/eða innan veggja stofnana. Afleiðingin er að frelsi barna til leiks er skert. Dæmi um þetta sá ég t.d í heimsókn í leikskóla í Bandaríkjunum árið 1994 þar sem öll rými voru risastór og glerveggir til að tryggja sjáanleika, útisvæði á stærð við frímerki. Í slíkri veröld er hugtakið traust ekki til og allir eru mögulegir gerendur ofbeldis gagnvart börnum. Veröld sem var, veröldin sem ég lék mér í er varla lengur til. Leiknum er stýrt bæði á svæði og innhaldslega og hann á að hafa uppeldisleg markmið, leikur, leiksins vegna verður hverfandi í slíkum heimi. Að viðurkenna að leikur sé ekki alltaf "fallegur" er óþægilegt og því betra að sleppa því. Hugmyndir okkar um leikinn verða hugmyndir um fallegan og rómatískan leik. 

Í leikskólum birtist þessi hræðsla okkar í að við viljum ekki hafa "blind" svæði þangað sem eftirlit okkar nær ekki. Meira að segja hefur sumstaðar verið upp umræða um öryggismyndavélar í leikskólagarða. Hluti af þessu er hræðslan við að vera dregin til ábyrgðar ef eitthvað kemur upp á. Ef barn t.d. slasast þá vill enginn vera sá sem átt að sjá til þess að allt væri samkvæmt ýtrustu stöðlum. En á þessari þörf okkar fyrir öryggi er önnur og verri hlið, hún lítur að því að við erum í leiðnni að draga úr möguleikum barna til að þroskast, einhverstaðar heyrði ég rætt um stuld á þroskaskosti.

Í Bandaríkjunum hafa þessar áhyggjur leitt til þess að mörgum skólum er búið að afnema frímínútur (40%) eða setja þeim slík mörk að ýmsir leikir þar sem líkamleg snerting á sér stað eru bannaðir. (Alla vega eltingarleikir sem dæmi).  Hugtakinu Zero tolerance er þá gjannan beitt. Það nær sem sagt ekki bara til vopnaburðar barna.

Myndin sem ég dreg hér er upp er ekki falleg, kannski er hún ekki heldur svona slæm. En henni er ætlað að fá fólk til að hugsa um margræði leiksins.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband