Hvað er kyn-legt við dúkku eða bíl - þurfa drottningar að kúka?

Í sænskri rannsókn kom í ljós að flestir leikskólar eru búnir svipuðum efnivið og leikföngum. Þar kom fram að hægt væri að flokka efniviðinn á nokkra vegu.

Efniviður til skapandi starfs s.s. málning, litir, perlur, leir og ýmislegt sem tilheyrir dúkkuleik, bílaleik og byggingarleikjum (kubbar af ýmsum tegundum), leikföng sem ýta undir og styðja við grófhreyfingar. Mest var til af leikföngum sem studdu félaglegan og vitrænan þroska, næst kom hreyfiþroski.

Þegar skoðað hvað hvernig skiptingin á milli flokka var, kom í ljós að mest var til af efnivið sem tengdist skapandi starfi og smíðum en minnst þar sem, tónlist, málið og bókmenntir eru umfjöllunarefni. Það sem hinsvegar kom líka í ljós að þrátt fyrir að mikið væri að efnivið til skapandi starfa - var  aðgengi barnanna að því lítið. Þetta er efniviður sem er lokaður inni, notaður spari - eða að börnin þurfa alltaf að biðja um hann. Það er enginn ástæða að ætla að íslenski leikskólar séu mikið öðruvísi en þeir sænsku - kannski minna um smíðar en annar efniviður er nokkuð svipaður.

Leikföngin sem finna má í flestum leikskólum endurspegla sterkt hinar Fröbelsku hefðir og rætur leikskólans en minna daglegt líf flestra barna. Má segja að leikskólinn á vissan átt neiti að viðurkenna þróun samfélagsins, vilji halda í þá rómantísku sýn sem Fröbelleikskólinn stendur fyrir. Fyrir mörgum árum skrifaði ég grein um þrá okkar leikskólakennara til að skilgreina fyrir barnið - til að afneita því umhverfi sem það býr í. Afneita, barbie, he-man; transformers og öllum hinum ofurhetju- og álfameyjuleikjunum. Afneita áhrifum barnaefnisins -  auglýsinganna, poppmenningarinnar og tölvanna sem flest börn búa við heima.

Þetta er gert með því m.a. að ræða um að leikskólinn eigi að vera öðruvísi en heimilið, að vera hvíld frá yfirfullum barnaherbergjum og kröfum um nýjasta tæknidótið. Má meira að segja lesa út ákveðna fyrirlitningu gagnvart þeirri "áráttu" foreldra að fylla barnaherbergin af "drasli".

Annað viðhorf til barn og dægurmenningar má lesa úr þessari tilvísun til Loris Malaguzzi þar sem hann fjallaði um tölvur og börn árið 1986 (á íslensku 1988).

Það dugir ekki að snúa baki við raunveruleikanum í leitandi uppeldisstarfi, sem áttar sig á breytingum í heiminum. Þau fyrirbrigði sem barnið kemst í kynni við í raunveruleikanum þarf það einnig að fræðast um í skólanum til þess að geta séð þau sem þátt í menningunni.  

Með því að henda út og banna öll leikföng sem annaðhvort falla ekki að hinni fröbelísku hefð eða sem við teljum stuðli að "slæmum" staðalímyndum barna, erum við í leiðinni að gjaldfella líf þeirra og reynslu. Við erum að ákveða hvað er merkingarbært eða á að vera merkingarbært fyrir börn. Og við fáum aldrei tækifæri til að ræða um þær merkingar sem börnin leggja sjálf í leikheim sinn - fáum ekki tækifæri til að ræða um eða efast um skilning þeirra. Til að ögra honum. 

Af þessu öllu missum við af því að við erum svo upptekin af okkar mynd af barninu. Takamarkaða barninu - barninu sem þarf að gæta sín á og temja, barninu sem virðist samkvæmt námskrá sumra leikskóla vera óvinurinn- barnið sem rænir völdum * ef við pössum ekki upp á völdin.

Þegar ég var 7 ára velti ég því fyrir mér hvort að drottningar þyrftu að kúka - spurningarnar hafa breyst þær gætu verið; þarf He-man að hugsa um börnin sín eða Superman að kaupa í matinn - þarf Barbie á klóið, hver les fyrir ofurstelpurnar á kvöldin? Hvað gerist inn í tölvuleiknum? Hugsa tölvur? Af hverju leika strákar ofurhetjur á meðan stelpur leika prinsessur og álfmeyjar? Eða leika kannski stelpur líka ofurhetjur og strákar álfmeyjar? Hvernig er hægt að stuðla að viðhorfsbreytingu hjá börnum ef við erum ekki einu sinni til í að setja þeirra mál og leiki á dagskrá leikskólans?

Hvenær eru leikföng kynbundin - Hvað með kynjaða leiki?

Lítið breytt af www.roggur.blog.is í júlí 2007


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband